Prófgreinar og prófdagar í 10. bekk grunnskóla
Vegna þeirrar röskunar sem orðið hefur á skólahaldi í grunnskólum haustið 2004 hefur menntamálaráðuneytið ákveðið breyttar dagsetningar vegna samræmdra lokaprófa í 10. bekk grunnskóla vorið 2005, sbr. bréf frá ráðuneytinu dags. 3. febrúar síðastliðinn. Vinsamlega athugið að röð prófanna hefur einnig að nokkru leyti verið breytt frá því sem áður var tilkynnt.
Prófgreinar og prófdagar í 10. bekk grunnskóla vorið 2005 verða sem hér segir:
Íslenska mánudagur 9. maí kl. 9.00-12.00
Enska þriðjudagur 10. maí kl. 9.00-12.00
Stærðfræði fimmtudagur 12. maí kl. 9.00-12.00
Danska föstudagur 13. maí kl. 9.00-12.00
Samfélagsfræði þriðjudagur 17. maí kl. 9.00-12.00
Náttúrufræði miðvikudagur 18. maí kl. 9.00-12.00
Ákvörðun þessi er tekin í samráði við Námsmatsstofnun sem sér um framkvæmd prófanna.