Hoppa yfir valmynd
19. nóvember 2004 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Samræmd próf í 4. og 7. bekk skólaárið 2004-2005-dreifibréf

Menntamálaráðuneytið hefur nú ákveðið hvenær samræmd próf í 4. og 7. bekk verða haldin.

Til skólastjóra og skólanefnda grunnskóla

Menntamálaráðuneytið vísar til bréfs, sent yður hinn 1. nóvember síðastliðinn, þar sem tilkynnt var um nýjar dagsetningar samræmdra prófa í 4. og 7. bekk grunnskóla. Var þá gengið út frá því að skólahald yrði með eðlilegum hætti í nóvember.

Menntamálaráðuneytið hefur nú ákveðið að samræmd próf í 4. og 7. bekk skólaárið 2004-2005 verði haldin sem hér segir:

Íslenska í 4. og 7. bekk fimmtudagur 3. febrúar 2005 kl. 9:30 - 12:00

Stærðfræði í 4. og 7. bekk föstudagur 4. febrúar 2005 kl. 9:30 - 12:00

Ákvörðun þessi er tekin í samráði við Námsmatsstofnun sem sér um framkvæmd prófanna.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta