Hoppa yfir valmynd
22. nóvember 2004 Forsætisráðuneytið

Opinber heimsókn forsætisráðherra til Svíþjóðar

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Sigurjóna Sigurðardóttir, eiginkona hans, verða í opinberri heimsókn í Svíþjóð dagana 25. og 26. nóvember nk. Í heimsókninni mun forsætisráðherra eiga fundi með Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar.

Meðan á heimsókninni stendur munu forsætisráðherrahjónin m.a. heimsækja Uppsalaháskóla og ræða þar við kennara og nemendur í íslenskum fræðum. Þá munu þau heimsækja Nóbelssafnið í Stokkhólmi og höfuðstöðvar KB-banka og Ericsson í Svíþjóð.

Í Reykjavík 22. nóvember 2004.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta