Hoppa yfir valmynd
23. nóvember 2004 Utanríkisráðuneytið

Útgáfa bæklingsins Við ystu sjónarrönd

Nr. 054


Utanríkisráðuneytið gaf í dag út bækling sem ber heitið Við ystu sjónarrönd - Ísland og norðurslóðir. Bæklingurinn er gefinn út í tilefni af formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu, tímabilið 2002-2004.

Í bæklingnum er fjallað um málefni norðurslóða í víðu samhengi. Gerð er grein fyrir helstu sérkennum svæðisins, þ.m.t. íbúum þess, lífríki, náttúru og helstu auðlindum. Sérstök áhersla er lögð á að útskýra sérstöðu norðurslóða á sviði umhverfismála og er m.a. fjallað um loftslagsbreytingar og möguleg áhrif þeirra á svæðinu, auk mengunar. Auk þess er í stuttu máli gerð grein fyrir starfsemi Norðurskautsráðsins og formennsku Íslands í ráðinu.

Tilgangurinn með útgáfunni er að setja á aðgengilegan hátt fram upplýsingar um sérkenni norðurslóða og helstu sameignlegu málefni svæðisins sem gera má ráð fyrir að verði æ stærri þáttur í utanríkismálum aðildarríkja Norðurskautsráðsins á komandi árum.

Utanríkisráðherra, Davíð Oddsson, ritar inngangsorð að bæklingnum.

Við ystu sjónarrönd - Ísland og norðurslóðir (PDF-skrá ; 1,5 Mb)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta