Þúsaldarmarkmiðin: Öll ríki verða að leggja sitt af mörkum
Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York flutti, við almenna umræðu í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna mánudaginn 22. nóv., ávarp við almennar umræður um þúsaldarmarkmiðin svokölluðu í þróunarmálum og undirbúning fyrir leiðtogafund aðildarríkjanna næsta haust.
Fastafulltrúi lagði áherslu á mikilvægi þess að aðildarríki Sameinuðu þjóðanna sæktu leiðtogafundinn með það markmið að taka ákvarðanir um endurskipulagningu á starfsemi Sameinuðu þjóðanna með aukna skilvirkni að leiðarljósi. Það væri mikilvægt að gera Sameinuðu þjóðirnar hæfari við að stuðla að friði og þróun með það að markmiði að útrýma fátækt og óöryggi í heiminum.
Til þess að þau markmið náist þurfa þróunarlönd að sýna einbeittan vilja til umbóta og iðnríkin að leggja fram aukinn skerf.
Hann bætti við að það væri áhyggjuefni að markmið þróunar í fátækum ríkjum Afríku hafi ekki nást að undanförnu, og að það væri á ábyrgð allra ríkja heims að leggja sitt að mörkum til að ýta undir þróun.
Ræða fastafulltrúa (á ensku)