Hoppa yfir valmynd
26. nóvember 2004 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Skrifstofustjóri fjármálasviðs

Laus er til umsóknar staða skrifstofustjóra fjármálasviðs.

Menntamálaráðuneyti auglýsir laust til umsóknar starf skrifstofustjóra fjármálasviðs í ráðuneytinu.

Skrifstofustjórinn stýrir daglegri starfsemi á fjármálasviði. Undir verksvið þess heyrir eftirlit og umsjón með útgjöldum sem ákvörðuð eru á fjárlögum og falla undir menntamálaráðuneyti, eftirlit með rekstri undirstofnana ráðuneytisins, samningagerð um fjárhagsmálefni sem ráðuneytið ber ábyrgð á, almenn áætlanagerð og gerð fjárlaga og skyld verkefni, auk almennra stjórnunarskyldna.

Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi. Við mat á umsóknum verður litið til menntunar og starfsreynslu, en æskilegt er að umsækjendur hafi nokkra reynslu af stjórnsýslu og fjármálastjórn. Í umsókn skal veita upplýsingar um menntun, starfsferil og reynslu, auk þess sem tilnefndir skulu a.m.k. tveir meðmælendur.

Æskilegt er að sá einstaklingur, sem ráðinn verður í starfið, geti hafið störf um eða fljótlega eftir áramót.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristín Jónsdóttir, skrifstofustjóri í menntamálaráðuneyti.

Umsóknir skulu hafa borist menntamálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, eigi síðar en 20. desember nk.

Menntamálaráðuneytið, 26. nóvember 2004.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta