Hoppa yfir valmynd
1. desember 2004 Forsætisráðuneytið

Úthlutun úr Kristnihátíðarsjóði 2004

Merki Kristnihátíðarsjóðs
Merki Kristnihátíðarsjóðs

Kristnihátíðarsjóður úthlutar við athöfn í Þjóðmenningarhúsi 1. desember 93 milljónum kr. til 59 verkefna sem tengjast menningar- og trúararfi þjóðarinnar og fornleifarannsóknum.

Kristnihátíðarsjóður, sem starfar samkvæmt lögum nr. 12 frá 28. febrúar 2001, var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár eru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Hlutverk sjóðsins er tvíþætt:

  • að efla fræðslu og rannsóknir á menningar- og trúararfi þjóðarinnar og stuðla að umræðum um lífsgildi hennar, siðferði og framtíðarsýn;
  • að kosta fornleifarannsóknir á helstu sögustöðum þjóðarinnar, m.a. á Þingvöllum, í Skálholti og á Hólum í Hjaltadal.

Starfstími sjóðsins er til ársloka 2005. Ríkissjóður leggur sjóðnum til 100 milljónir kr. fyrir hvert starfsár.

Stjórn Kristnihátíðarsjóðs auglýsti í ágúst sl. eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Í samræmi við hlutverk sjóðsins eru styrkir veittir til tveggja sviða, menningar- og trúararfs og fornleifarannsókna. Verkefnisstjórnir meta styrkhæfi umsókna, hvor á sínu sviði, og gera tillögur til Kristnihátíðarsjóðs um afgreiðslu þeirra. Talsverður hluti þeirra verkefna sem hlutu styrk í ár fengu úthlutað í fyrra, enda uppfylltu þau kröfur um framvindu og árangur.

Stjórn Kristnihátíðarsjóðs skipa Anna Soffía Hauksdóttir, formaður, Anna Agnarsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson.

Frá úthlutun úr Kristnihátíðarsjóði 2004

Frá úthlutun úr Kristnihátíðarsjóði 2004


 

Menningar- og trúararfur

Sjóðurinn veitir styrki til að efla þekkingu og vitund um menningar- og trúararf þjóðarinnar. Einkum er litið til margvíslegra verkefna er tengjast almenningsfræðslu, umræðum og rannsóknum og skulu verkefnin:

a. miðla fróðleik um siðferðis- og trúarhugmyndir sem mótað hafa þjóðina, t.d. með gerð fræðslu- og námsefnis;

b. stuðla að umræðum um lífsgildi þjóðarinnar, siðferði og framtíðarsýn, fyrir tilstilli mennta- og menningarstofnana eða fjölmiðla;
 
Verkefnisstjórn um trúar- og menningararf bárust 98 umsóknir og sótt var um 196 milljónir kr. samtals. Verkefnin sem sótt var um styrki til voru fjölbreytileg og flest féllu að markmiðum sjóðsins. Við mat sitt á umsóknum byggði verkefnisstjórnin á þeim viðmiðunum sem koma fram í lögum og reglugerð um Kristnihátíðarsjóð, lagði mat á gæði umsókna og hvernig þær féllu að markmiðum sjóðsins. Stjórn Kristnihátíðarsjóðs hefur samþykkt að 50 umsækjendum verði veittur styrkur, samtals að fjárhæð 41,3 milljónir kr. Hæstu styrkirnir voru að upphæð 1,2 millj. kr. og voru 6 slíkir styrkir veittir.
 
Verkefnisstjórn Kristnihátíðarsjóðs á sviði menningar- og trúararfs skipa Guðmundur Heiðar Frímannsson, formaður, Guðmundur K. Magnússon og séra Lára G. Oddsdóttir.

 
Fornleifarannsóknir

Sjóðurinn veitir styrki til fornleifarannsókna, auk kynningar á niðurstöðum þeirra. Einkum er litið til rannsóknarverkefna er varða:

a. mikilvæga sögustaði þjóðarinnar, m.a. Þingvelli, Skálholt og Hóla í Hjaltadal;

b. aðra staði tengda sögu kristni á Íslandi, m.a. klaustur og kirkjustaði;

c. aðra mikilvæga sögustaði, svo sem verslunarstaði, miðaldabæi og þingstaði.

Einnig er tekið tillit til samvinnu umsækjenda við innlendar og erlendar rannsóknarstofnanir eða fræðimenn og áhersla er lögð á þjálfun og handleiðslu ungra vísindamanna á sviði fornleifafræði á Íslandi.

Verkefnisstjórn á sviði fornleifarannsókna bárust 16 umsóknir, samtals að fjárhæð 130 milljónir kr. Við mat á umsóknum byggði verkefnisstjórnin á þeim viðmiðunum sem koma fram í lögum og reglugerð um Kristnihátíðarsjóð, lagði mat á gæði umsókna og hvernig þær féllu að markmiðum sjóðsins. Stjórn Kristnihátíðarsjóðs hefur samþykkt að 9 umsækjendum verði veittur styrkur samtals að upphæð 51,7 milljónir króna. Rannsóknir á sviði fornleifafræði munu fara fram á Þingvöllum, á Hólum í Hjaltadal, í Skálholti, á Kirkjubæjarklaustri, á Skriðuklaustri, í Reykholti og á Gásum í Eyjafirði. Auk þess var veittur styrkur til rannsóknar á kumlum á Íslandi, en markmið þeirrar rannsóknar er að varpa ljósi á hvaða vitnisburð þau geyma um samfélag og byggð á 9. og 10. öld. Hæsti styrkurinn, 11 milljónir kr., fer til fornleifarannsóknar á Hólum í Hjaltadal.

Verkefnisstjórn Kristnihátíðarsjóðs á sviði fornleifarannsókna skipa Guðmundur Hálfdanarson, formaður, Árný E. Sveinbjörnsdóttir og Hjalti Hugason.

Sjá meðfylgjandi lista yfir styrkþega á sviði menningar- og trúararfs og á sviði fornleifafræði.

Í Reykjavík, 1. desember 2004.

 

Stjórn Kristnihátíðarsjóðs 2004

Stjórn Kristnihátíðarsjóðs 2004, talið frá vinstri: Anna Agnarsdóttir,
Anna Soffía Hauksdóttir, formaður, Þorsteinn Gunnarsson.

Eftirfarandi verkefni hljóta styrk á sviði fornleifafræði

  • 1. Ragnheiður Traustadóttir (Hólaskóli og Þjóðminjasafn), Hólarannsókn, 11 milljónir (framhaldsumsókn).
  • 2. Mjöll Snæsdóttir (Fornleifastofnun Íslands), Skálholt – höfuðstaður Íslands í 700 ár, 9 milljónir (framhaldsumsókn).
  • 3. Bjarni F. Einarsson (Fornleifafræðistofan), Rannsókn á rústum nunnuklaust-ursins á Kirkjubæ, 7,2 milljónir (framhaldsumsókn).
  • 4. Steinunn Kristjánsdóttir (Skriðuklaustursrannsóknir), Skriðuklaustur – heimili helgra manna, 7,2 milljónir (framhaldsumsókn).
  • 5. Adolf Friðriksson og Sigurður Líndal (Fornleifastofnun Íslands), Þingvellir og þinghald til forna, 6,3 milljónir (framhaldsumsókn).
  • 6. Guðrún M. Kristinsdóttir (Minjasafnið á Akureyri), Þverfaglegar rannsóknir og kynning á Gásum í Eyjafirði, 4 milljónir (framhaldsumsókn).
  • 7. Guðrún Sveinbjarnardóttir (Þjóðminjasafn), Rannsókn kirkjunnar í Reykholti, 4,2 milljónir (framhaldsumsókn).
  • 8. Adolf Friðriksson (Fornleifastofnun Íslands), Kuml og samfélag, 2 milljónir (framhaldsumsókn).
  • 9. Guðrún Zoëga (Byggðasafn Skagafjarðar), Úrvinnsla og greining beina úr kirkjugarðinum í Keldu-dal, 800 þús. (framhaldsumsókn).

   

Eftirfarandi verkefni hljóta styrk á sviði menningar- og trúararfs:

  • 1. Kristin trú og kvenhreyfingar, Arnfríður Guðmundsdóttir (Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands), 1, 2 millj. kr.
  • 2. Íslenska teiknibókin í Árnasafni, Guðbjörg Kristjánsdóttir, 1, 2 millj. kr.
  • 3. Kristinréttur Árna Þorlákssonar biskups - vísindaleg útgáfa, Magnús Lyngdal Magnússon, 1, 2 millj. kr.
  • 4. Að rækta lífsgildi í lýðræðislegu þjóðfélagi. Uppeldissýn kennara, Sigrún Aðalbjarnardóttir, 1, 2 millj. kr.
  • 5. Trúfrelsi, þjóðkirkja, samband ríkis og kirkju 1874–1997, Sigurjón Árni Eyjólfsson, 1, 2 millj. kr.
  • 6. Rannsókn og útgáfa Makkabeabóka í handriti úr safni Breska biblíufélagsins, Svanhildur Óskarsdóttir (Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi), 1, 2 millj. kr.
  • 7. Hvernig eru Evrópubúar? Fjölþjóða samanburðarrannsókn, Friðrik H. Jónsson (Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands), 1 millj. kr.
  • 8. Rannsókn á íslenskum söngarfi, Guðrún Laufey Guðmundsdóttir, 1 millj. kr.
  • 9. Lífsleikni í leikskóla – kennsluleiðbeiningar, Hanna Berglind Jónsdóttir (Lífsleikni í leikskóla), 1 millj. kr.
  • 10. Rekstur staðar í Reykholti, Helgi Þorláksson (Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands/Stjórn Reykholtsverkefnis), 1 millj. kr.
  • 11. Óratórían Cecilía, Inga Rós Ingólfsdóttir (Listvinafélag Hallgrímskirkju),
    1 millj. kr.
  • 12. Saga Klausturs í Kirkjubæ og trúarmenning kvenna í tengslum við það, Irma J. Erlingsdóttir í samstarfi við Hjalta Hugason (Kirkjubæjarstofa), 1 millj. kr.
  • 13. Þátttaka fólks með þroskahömlun í trúarlífi samfélagsins, Kristín Björnsdóttir (Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands), 1 millj. kr.
  • 14. Bragfræði helgikvæða og sálma 1550–1800, Kristján Eiríksson (Ferskeytlan ehf), 1 millj. kr.
  • 15. Siðanefndir starfsstétta, Róbert H. Haraldsson (Siðfræðistofnun), 1 millj. kr.
  • 16. Katla gamla, Sigurður Ingi Ásgeirsson, 1 millj. kr.
  • 17. Saltari Odds Oddssonar, Smári Ólason, 1 millj. kr.
  • 18. Þing ungs fólks innan kirkjunnar 2005, Stefán Már Gunnlaugsson (Fræðslusvið Biskupsstofu), 1 millj. kr.
  • 19. Suðurganga Nikulásar og pílagrímaferðir Íslendinga, Sumarliði R. Ísleifsson (Penna sf), 1 millj. kr.
  • 20. Heilagra manna sögur, Sverrir Tómasson, Guðrún Nordal og Einar Sigurbjörnsson (Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands / Guðfræðistofnun Háskóla Íslands), 1 millj. kr.
  • 21. Siðfræði og samtími – fyrirlestrar og útgáfa, Vilhjálmur Árnason (Siðfræðistofnun), 1 millj. kr.
  • 22. Erfiljóð frá 17. öld, Þórunn Sigurðardóttir, 1 millj. kr.
  • 23. Hvers spyrja unglingar um trú? Árni Svanur Daníelsson (Upplýsingasvið Biskupsstofu), 800 þús. kr.
  • 24. Útgáfa á ljóðum Jóns Arasonar biskups, Ásgeir Jónsson, 800 þús. kr.
  • 25. Vídalínspostilla, íslensk alþýðutrú og óútgefnar biblíuþýðingar, Clarence E. Glad, 800 þús. kr.
  • 26. Staða kennslu kristinna fræða og trúarbragðafræði í grunnskólanum, Halla Jónsdóttir, 800 þús. kr.
  • 27. Altarisdúkar í íslenskum kirkjum, Jenný Karlsdóttir og Oddný E. Magnúsdóttir, 800 þús. kr.
  • 28. Jóhannítar á Íslandi? Jón Ólafur Ísberg, 800 þús. kr.
  • 29. Inngangsfræði og bókmenntasaga Gamla testamentisins, Kristinn Ólason,
    800 þús. kr.
  • 30. Kirkjur og dýrlingar á Íslandi á miðöldum, Margaret Cormack, 800 þús. kr.
  • 31. Trúarlíf Íslendinga, Pétur Pétursson (verkefnisstjóri Steinunn A. Björnsdóttir), 800 þús. kr.
  • 32. Þórbergur Þórðarson. Trúarviðhorf, Soffía Auður Birgisdóttir, 800 þús. kr.
  • 33. Hallgrímur Pétursson og Guðríður Símonardóttir, Steinunn Jóhannesdóttir, 800 þús. kr.
  • 34. Íslensk miðaldaklaustur – margmiðlunardiskur, Steinunn Kristjánsdóttir (Stofnun Gunnars Gunnarssonar), 800 þús. kr.
  • 35. Vísitasíubækur Brynjólfs biskups Sveinssonar, Svavar Sigmundsson (Örnefnastofnun Íslands), 800 þús. kr.
  • 36. Upplýsing og rómantík. Trúarleg umræða á Íslandi á seinni hluta 18. aldar og fyrri hluta 19. aldar, Torfi K. Stefánsson Hjaltalín, 800 þús. kr.
  • 37. Tengsl fíkna og trúarlífs, Gunnbjörg Óladóttir, 700 þús. kr.
  • 38. Sr. Hallgrímur Pétursson og fermingarbörn í Vatnaskógi, Halldór Elías Guðmundsson (Skógarmenn KFUM Vatnaskógi), 600 þús. kr.
  • 39. Trú og samkynhneigð, Jón Helgi Þórarinsson (Leikmannaskóli Þjóðkirkjunnar), 600 þús. kr.
  • 40. Rauði þráðurinn, Ragnhildur Ásgeirsdóttir (Landssamband KFUM & KFUK), 600 þús. kr.
  • 41. Jarðeignir kirkjunnar og tekjur af þeim 1000-1550, Árni Daníel Júlíusson,
    500 þús. kr.
  • 42. Biskupaleið yfir Ódáðahraun – fræðslurit, Ingvar Teitsson (Ferðafélag Íslands), 500 þús. kr.
  • 43. Lífsgildi og lífsleikni, Jón Baldvin Hannesson (Giljaskóli), 500 þús. kr.
  • 44. KMS – Kristur, menning, sköpun, Jóna Hrönn Bolladóttir (Miðborgarstarf KFUM og KFUK og kirkjunnar og Laugarneskirkja), 500 þús. kr.
  • 45. Trúarlíf í leikskólum, Kristín Dýrfjörð, 500 þús. kr.
  • 46. Útgáfa á prestastefnubók Brynjólfs Sveinssonar 1639-1674, Már Jónsson,
    500 þús. kr.
  • 47. Andlegir skulu í lög setja. Prestastefnur á Íslandi frá siðbreytingu til loka átjándu aldar, Skúli S. Ólafsson, 500 þús. kr.
  • 48. Helstu viðburðir mannsævinnar í trúarlegu ljósi, Elsa Arnardóttir (Fjölmenningarsetur), 300 þús. kr.
  • 49. Brynjólfsmessa, Hákon Leifsson (Kórar Keflavíkurkirkju, Skálholtskirkju og Grafarvogskirkju), 300 þús. kr.
  • 50. Haraldur Níelsson prófessor. Ævi og starf, Pétur Pétursson, 300 þús. kr.

 

 

 


 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta