Auglýsing um hreindýraveiðar árið 2005.
AUGLÝSING
um hreindýraveiðar árið 2005.
Heimilt er að veiða allt að 800 hreindýr á tímabilinu 1. ágúst til 15. september 2005, auk hreindýrakálfa sem fylgt hafa felldum kúm, en þá skal fella sé þess kostur. Þessi heimild er veitt með fyrirvara um að ekki verði verulegar breytingar á stofnstærð fram að veiðum sem kalli á endurskoðun fjölda veiðiheimilda. Umhverfisstofnun getur heimilað tarfaveiði frá 15. júlí, en þó með þeim fyrirvara að fram til 1. ágúst séu tarfar ekki veiddir ef þeir eru í fylgd með kúm eða ef veiðar trufla kýr og kálfa í sumarhögum.
Veturgamlir tarfar eru alfriðaðir og miðast tarfaveiði því við tveggja vetra og eldri tarfa.
Umhverfisstofnun auglýsir og sér um sölu allra veiðiheimilda.
Hreindýraveiðar eru óheimilar fyrir 15. ágúst 2005 á svæði sem afmarkast af austurbakka Jökulsár í Fljótsdal að Laugará, með Laugará að Hölkná, og þaðan í beinni línu í topp á Urgi, í Tungusporð, Búrfellstopp og að ósi Dysjarár. Vesturmörk fylgja síðan Jökulsá á Brú að Jökli.
Veiðiheimildir árið 2005 skiptast sem hér segir eftir veiðisvæðum og kyni dýra:
Tarfar |
Kýr |
Alls |
|
Svæði 1 |
16 |
18 |
34 |
Svæði 2 |
163 |
165 |
328 |
Svæði 3 |
27 |
17 |
44 |
Svæði 4 |
5 |
30 |
35 |
Svæði 5 |
55 |
40 |
95 |
Svæði 6 |
38 |
26 |
64 |
Svæði 7 |
39 |
27 |
66 |
Svæði 8 |
27 |
33 |
60 |
Svæði 9 |
22 |
52 |
74 |
Samtals |
392 |
408 |
800 |
Veiðisvæðin skiptast þannig eftir sveitarfélögum:
Svæði 1 Vopnafjarðarhreppur og Norður Hérað, þ.e. áður Jökuldalur norðan Jökulsár á Brú og Jökulsárhlíð
Svæði 2 Norður Hérað, áður Jökuldalur austan Jökulsár á Brú og Hróarstunga. Einnig Fellahreppur,
Fljótsdalshreppur og Austur Hérað (þ.e. Vellir vestan Grímsár og Skriðdalur vestan Grímsár)
Svæði 3 Austur Hérað, áður Hjaltastaðaþinghá, Eiðaþinghá og Borgarfjarðarhreppur
Svæði 4 Austur Hérað, áður Vellir austan Grímsár og Seyðisfjörður og Mjóifjörður.
Svæði 5 Fjarðarbyggð, áður Eskifjörður/Norðfjörður og Reyðarfjörður í Fjarðarbyggð
Svæði 6 Austur Hérað, áður Skriðdalur austan Grímsár og Breiðdalshreppur
Svæði 7 Djúpavogshreppur, áður Beruneshreppur, Búlandshreppur og Geithellnahreppur
Svæði 8 Hornafjörður, áður Bæjarhreppur og Nesjahreppur
Svæði 9 Hornafjörður, áður Mýrarhreppur og Borgarhafnarhreppur (Suðursveit)
Þrátt fyrir skiptingu veiðiheimilda eftir veiðisvæðum getur Umhverfisstofnun, í samráði við Náttúrustofu Austurlands, heimilað veiðar á hreindýrum skv. veiðiheimildum svæða 1, 6 og 7 á svæði 2 og öfugt, enda telji þessir aðilar ástæðu til að ætla að hreindýr hafi fært sig milli veiðisvæða í samræmi við það. Jafnframt er stofnuninni heimilt að færa einstakar veiðiheimildir milli svæða 4 og 5 svo og milli svæða 7 og 8, þyki sýnt að hjarðir hafi fært sig milli þessara veiðisvæða.
Veiðikvóta á svæði 9 skal eftir því sem hægt er veiða í Suðursveit meðan dýrin halda sig þar, annars á Mýrum ef hægt er.
Veiðiheimildir þessar eru auglýstar skv. 6. gr. reglugerðar nr. 486/2003 um stjórn hreindýraveiða frá 2. júlí 2003, og 14. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum með áorðnum breytingum.
Umhverfisráðuneytið, 2. desember, 2004.