Hoppa yfir valmynd
3. desember 2004 Forsætisráðuneytið

Skipan umboðsmanns barna

Forsætisráðherra hefur í dag skipað Ingibjörgu Þ. Rafnar, hæstaréttarlögmann, í embætti umboðsmanns barna frá 1. janúar 2005.
Ákvörðun þessi er tekin á grundvelli 1. mgr. 2. gr. laga nr. 83/1994, um umboðsmann barna, að teknu tilliti til almennra starfsgengisskilyrða skv. 2. mgr. 2. gr. s.l. og 6. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og byggð á mati ráðuneytisins á umsóknum m.t.t. þeirra sjónarmiða, sem ákveðið var að leggja sérstaka áherslu á. Þar var kveðið á um reynslu og þekkingu á stjórnkerfinu, atvinnulífinu og þjóðfélaginu almennt til að geta stjórnað, skipulagt og unnið sjálfstætt að úrlausn þeirra verkefna sem embættið hefur með höndum.

Ingibjörg lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1975. Hún var lögfræðingur Mæðrastyrksnefndar á árunum 1978 – 1982 og vann sem lögmaður á árunum 1986 – 1999 einkum að málum er varða málefni barna og fjölskyldna. Hún var borgarfulltrúi í Reykjavík á árunum 1982 – 1986 og sat sem slík í félagsmálaráði, þar af sem formaður í eitt ár. Auk þess var hún formaður Dagvistar barna 1982 – 1985. Þá hefur hún tekið þátt í mótun löggjafar um málefni barna, bæði laga um fæðingarorlof 1986 og laga um vernd barna og ungmenna 1992. Ingibjörg hefur langa og farsæla reynslu af störfum tengdum réttindum barna og aðbúnaði þeirra og því vel að þessu starfi komin.

Eiginmaður Ingibjargar er Þorsteinn Pálsson, sendiherra og eiga þau þrjú börn.

Í Reykjavík, 3. desember 2004.


Nánari upplýsingar veitir Steingrímur S. Ólafsson, upplýsingafulltrúi, í síma 545 8408.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta