Heimsókn fastaflota Atlantshafsbandalagsins
Nr. 58
Þrjár freigátur úr fastaflota Atlantshafsbandalagsins á Atlantshafi (Standing Naval Force Atlantic) munu heimsækja Reykjavík dagana 11. til 13. desember n.k. Freigáturnar eru frá Hollandi, Kanada og Þýskalandi. Yfirmaður flotans er hollenski flotaforinginn Léon Bruin. Síðasta heimsókn flotans til Íslands var í júlí 2000.
Freigáturnar munu liggja við festar við Sundabakka og gefst almenningi kostur á að skoða þær á laugardag og sunnudag milli klukkan 13:30 og 16:00.