Umhverfisráðherra úrskurðar að efnistaka á toppi Ingólfsfjalls sé tilkynningaskyld til Skipulagsstofnunar
Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, staðfesti í dag ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 10. september 2004 þess efnis að efnistaka úr landi jarðarinnar Kjarrs uppi á toppi Ingólfsfjalls sé tilkynningarskyld til stofnunarinnar til ákvörðunar um hvort efnistakan skuli háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Kærendur voru eigendur jarðarinnar Kjarrs og Fossvélar ehf.
Áréttað skal að í úrskurði umhverfisráðherra er ekki tekin afstaða til þess hvort áætluð efnistaka á toppi Ingólfsfjalls skuli háð mati á umhverfisáhrifum, enda er það hlutverk Skipulagsstofnunar að taka þá ákvörðun eftir að framkvæmdin hefur verið tilkynnt til stofnunarinnar.
Fréttatilkynning nr. 47/2004
Umhverfisráðuneytið