Samið um húnæði nýrrar heilsugæslustöðvar í Voga- og Heimahverfi
Í dag var undirritaður samningur Heilsugæslunnar í Reykjavík og Íslenskra aðalverktaka hf. um leigu á nýju húsnæði fyrir nýja heilsugæslustöð í Voga- og Heimahverfinu. Nýju stöðinni er ætlað að þjóna um 10 þúsund manns og er gert ráð fyrir að sex læknar verði starfandi við stöðina. Húsnæði nýju heilsugæslunnar á að verða fullbúið til notkunar 1. ágúst nk., en Íslenskir aðalverktakar byggja ofan á eina álmu verslunarmiðstöðvarinnar í Glæsibæ við Álfheima 74.
Nánar...