Staða skólameistara við Fjölbrautaskólann við Ármúla
Umsóknarfrestur um stöðu skólameistara við Fjölbrautaskólann við Ármúla rann út miðvikudaginn 15. desember sl. Menntamálaráðuneytinu bárust tíu umsóknir um stöðuna. Umsækjendur eru:
Anna Jóna Guðmundsdóttir, kennari
Erpur Snær Hansen, kennari
Eyjólfur Bragason, náms- og starfsráðgjafi
Gísli Ragnarsson, aðstoðarskólameistari
Helga Kristín Kolbeins, áfangastjóri
Magnús Ingólfsson, kennslustjóri
Ólafur Jónsson, framkvæmdastjóri
Ólafur Hjörtur Sigurjónsson, aðstoðarskólameistari
Sigurlaug Kristmannsdóttir, kennari
Svava Þorkelsdóttir, deildarstjóri
Miðað er við að menntamálaráðherra skipi í stöðuna til fimm ára frá 1. janúar 2005, að fenginni tillögu hlutaðeigandi skólanefndar, sbr. 2. mgr. 11. gr. laga um framhaldsskóla nr. 80/1996 og skv. lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996, með síðari breytingum.