Hoppa yfir valmynd
17. desember 2004 Forsætisráðuneytið

Framlög til vísinda- og tæknisjóða tvöfaldað

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, tilkynnti í dag að framlag til opinberra vísinda- og tæknisjóða yrði ríflega tvöfaldað á kjörtímabilinu eða fengi viðbót upp á ríflega einn milljarð króna. Þetta tilkynnti forsætisráðherra í ræðu á fundi Vísinda- og tækniráðs í dag. Jafnframt skýrði forsætisráðherra frá því að stjórnir þessara sjóða hefðu yfirfarið þær reglur sem beitt er við úthlutun fjár með það meðal annars fyrir augum að samræma þær þar sem ástæða er til og gera þær gegnsæjar fyrir umsækjendur. Gert er ráð fyrir að því samræmingarstarfi ljúki fyrir næstu úthlutun úr sjóðunum.

Lög um Vísinda- og tækniráð voru sett fyrir tæpum tveimur árum og að baki þeim lá ásetningur stjórnvalda að samhæfa krafta stjórnvalda, vísindasamfélagsins og atvinnulífsins um mótun og framkvæmd markvissrar stefnu í rannsóknum og tækniþróun.

                                                                                                Reykjavík 17. desember 2004



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta