Hoppa yfir valmynd
17. desember 2004 Utanríkisráðuneytið

Stofnun stjórnmálasambands við Vestur-Kongó

Stofnun stjórnmálasambands við Vestur-Kongo
Stofnun stjórnmálasambands við Vestur-Kóngó.

Þann 15. desember sl. undirrituðu Hjálmar W. Hannesson og Basile Ikouebe, sendiherrar og fastafulltrúar Íslands og Vestur-Kongó (lýðveldið Kongó) hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands milli ríkjanna.

Vestur-Kongó er í vestanverðri Mið-Afríku, með landamæri að Austur-Kongó, Gabon, Kamerún og Mið-Afríkulýðveldinu. Það er 342 þúsund ferkílómetrar að stærð og þar búa 3 milljónir. Um 70% þeirra búa í höfuðborginni Brazzaville og Pointe-Noire, sem eru syðst í Vestur-Kongó. Íbúar landsins skiptast í ættbálka og eru Kongó-menn 48% íbúanna, fólk af ættbálki Sangha eru 20%, M'Bochi-fólk 12% og Teke-fólk 17%. Evrópumenn og aðrir eru um 3% af íbúum landsins.

Helstu atvinnuvegir í Vestur-Kongó eru timburvinnsla, olíuborun, landbúnaður og fiskveiðar en Vestur-Kongó hefur strandlengju að Suður-Atlantshafi. Stjórnvöld í landinu hafa áhuga á að þróa fiskveiðar og vinnslu.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta