Hoppa yfir valmynd
20. desember 2004 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Ný reglugerð um verslun með dýr og plöntur

Scientific name: Dendrobium findlayanum
dendrobium_findlayanum

Í dag 20. desember tekur gildi ný reglugerð nr. 993/2004 um alþjóðlega verslun með tegundir dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu í samræmi við CITES samninginn. Framvegis verður allur inn- og útflutningur tegunda og afurða þeirra tegunda sem eru tilgreindar í viðaukum reglugerðarinnar háður sérstökum inn- og útflutningsleyfum, svokölluðum CITES vottorðum.

Meðal þeirra fjölmörgu tegunda sem háðar eru CITES vottorðum eru fílar, nashyrningar, hvítabirnir, tígrisdýr og fleiri tegundir kattardýra, krókódílar, ýmsar eðlur, antilóputegundir, skjaldbökur, fjöldi skrautfugla, hvalir, styrjur (kavíar), nokkrar tegundir kaktusa, orkideur, og nokkrar tegundir harðviðar, svo og afurðir og fullunnar vörur úr afurðum þessara tegunda.

Umhverfisráðuneytið fer með yfirumsjón með framkvæmd reglugerðarinnar en Umhverfisstofnun sér um leyfisveitingar og eftirlit með framkvæmd reglugerðarinnar. Náttúrufræðistofnun Íslands veitir vísindalega ráðgjöf við veitingu leyfa og framkvæmd reglugerðarinnar. Í reglugerðinni er kveðið á um hlutverk tollyfirvalda sem er m.a. að tollskoða CITES vörur við inn og útflutning og yfirfara CITES vottorð. Reglugerðin gildir um allar CITES tegundir nema nytjategundir sjávar en sjávarútvegsráðuneytið fer með umsjón með þeim hluta CITES samningsins.

Þeir sem hyggjast flytja inn eða út tegundir sem tilgreindar eru í viðaukum reglugerðarinnar, eða afurðir þeirra, þurfa héðan í frá að sækja um CITES leyfi hjá Umhverfisstofnun. Sækja þarf um slík leyfi fyrir alþjóðlega verslun svo sem inn- og útflutning heildsala, einkaaðila og einnig fyrir flesta minjagripi úr afurðum þeirra tegunda sem reglugerðin tekur til. Héðan í frá þarf því leyfi fyrir innflutningi minjagripa úr fílabeini, hvalbeini, rostungstönnum og ýmsum náttúrulyfjum sem innihalda afurðir CITES tegunda.

Fréttatilkynning nr. 51/2004
Umhverfisráðuneytið

Scientific name: Dendrobium findlayanum

Skriðdýr sem eru vernduð skv. CITES samningnum

Pygathrix roxellana Synonym: Rhinopithecus roxellana
     
       
       

Fleiri myndir er að finna á vef CITES samningsins



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta