Hoppa yfir valmynd
21. desember 2004 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Sameining sveitarfélaga sunnan Skarðsheiðar

Félagsmálaráðuneytið staðfesti í dag sameiningu fjögurra sveitarfélaga í umdæmi sýslumannsins í Borgarnesi. Sveitarfélögin sem sameinuðust eru Hvalfjarðarstrandarhreppur, Innri-Akraneshreppur, Leirár- og Melahreppur og Skilmannahreppur en íbúar allra sveitarfélaganna samþykktu sameininguna í atkvæðagreiðslu sem fram fór 20. nóvember sl.

Sameiningin tekur gildi 1. júní 2006 en til þess tíma gilda almennar takmarkanir í 92. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998, með síðari breytingum, um fjárstjórn sveitarfélaganna. Að öðru leyti en þar greinir fara sveitarstjórnir viðkomandi sveitarfélaga með stjórn síns sveitarfélags þar til sameiningin tekur gildi. Nafn hins sameinaða sveitarfélags verður auglýst síðar en fyrirhugað er að kosið verði um nafn samhliða sveitarstjórnarkosningum er fram fara 27. maí 2006.

Við sameininguna fækkar sveitarfélögum á landinu um þrjú en þau eru nú 101 talsins.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta