Hoppa yfir valmynd
21. desember 2004 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Skipun í embætti skólameistara Fjölbrautaskólans við Ármúla

Gísli Ragnarsson hefur verið ráðinn skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla.

Menntamálaráðherra hefur skipað Gísla Ragnarsson í embætti skólameistara Fjölbrautaskólans við Ármúla til fimm ára frá 1. janúar 2005 að telja. Gísli hefur starfað sem aðstoðarskólameistari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ frá 1985. Tíu umsóknir bárust um embættið sem sendar voru skólanefnd Fjölbrautaskólans við Ármúla til umsagnar og tillögugerðar skv. 2. mgr. 11. gr. laga um framhaldsskóla nr. 80/1996. Skólanefndin mælti í umsögn sinni til menntamálaráðherra einróma með því að Gísla yrði veitt embættið.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta