Hoppa yfir valmynd
22. desember 2004 Heilbrigðisráðuneytið

Samið við sérfræðilækna

Samninganefnd heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra og fulltrúar Læknafélags Reykjavíkur undirrituðu í gær samninga um lækningar utan sjúkrahúsa fyrir sjúkratryggða skv. lögum nr. 117/1993. Samningurinn tekur til allra sérfræðilækna annarra en bæklunarlækna og er gerður með hefðbundnum fyrirvara um samþykki félagsfundar lækna og samþykki heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2005 til 31. mars 2008. Hann er efnislega í samræmi við samninga sem gerðir hafa verið á hinum almenna vinnumarkaði.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta