Fjárframlag íslenskra stjórnvalda til neyðaraðstoðar á hamfarasvæðum í Asíu
Eins og kunnugt er hefur gífurleg flóðbylgja af völdum jarðskjálfta á sjávarbotni, norður af eyjunni Súmötru í Indónesíu, orðið þess valdandi, að neyðarástandi hefur verið lýst yfir víða í Suður og Suðaustur Asíu. Eru hamfarir þessar með því skelfilegasta sem yfir þessi lönd hefur dunið.
Í ljósi þessa hafa íslensk stjórnvöld ákveðið að veita þegar í stað 5 milljónum króna til mannúðar og neyðaraðstoðar á þeim svæðum sem verst hafa orðið úti.
Fjárveitingunni er veitt til Rauða Kross Íslands sem mun sjá um að stuðningurinn komist til réttra aðila.