Milljónir í neyð í Austurlöndum
Þrjár til fimm milljónir manna sem búa í löndunum sem liggja að Indlandshafi skortir nú hreint vatn, mat, húsaskjól, og heilbrigðisþjónustu til að geta haldið lífi. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. Þar kemur einnig fram að 40 milljónir dala þurfi til að mæta brýnni þörf fyrir heilbrigðisþjónustu á svæðinu.