Skipan í úrskurðarnefnd um upplýsingamál
Forsætisráðherra hefur skipað í úrskurðarnefnd um upplýsingamál til fjögurra ára frá 1. janúar 2005.
Í nefndinni eiga sæti Páll S. Hreinsson, prófessor, sem jafnframt er formaður, Friðgeir Björnsson, héraðsdómari, sem jafnframt er varaformaður og Sigurveig Jónsdóttir, blaðamaður. Varamenn þeirra eru Skúli Magnússon, héraðsdómari, Símon Sigvaldason, héraðsdómari og Helga Guðrún Johnson, blaðamaður.
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál er starfrækt samkvæmt V. kafla upplýsingalaga til að leysa úr ágreiningsmálum um aðgang að upplýsingum hjá stjórnvöldum. Samkvæmt 15. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 ber að skipa þrjá menn til fjögurra ára og jafnmarga til vara. Skulu tveir nefndarmenn og varamenn þeirra uppfylla starfsgengisskilyrði héraðsdómara og skal annar þeirra vera formaður og hinn varaformaður.
Í Reykjavík, 31. desember 2004.