Hoppa yfir valmynd
3. janúar 2005 Forsætisráðuneytið

Frekari aðstoð við Svía í SA-Asíu

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur orðið við beiðni sænskra yfirvalda, sem barst síðdegis í dag, um frekari aðstoð við að koma slösuðum Svíum frá hamfarasvæðunum í Asíu.

Boeing 757-200 flugvél Loftleiða Icelandic, sem væntanleg er til Svíþjóðar frá Tælandi annað kvöld, heldur á ný áleiðis til Tælands 5. janúar án millikomu á Íslandi. Fyrirséð er að sem næst óbreytt lækna-, hjúkrunarfræðinga- og björgunarsveitarteymi aðstoði hina slösuðu í þessari ferð.

Í Reykjavík, 3. janúar 2005

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta