Samið við bæklunarlækna
Samninganefnd heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra og fulltrúar Íslenska bæklunarlæknafélagsins gerðu á gamlársdag nýjan samning um greiðslur fyrir bæklunarlækningar sjúkratryggðra samkvæmt lögum um almannatryggingar. Samningurinn tekur til læknisverka sjálfstætt starfandi bæklunarlækna og er hann gerður með fyrirvara um samþykki félagsfundar þeirra. Hann gildir frá 1. janúar 2005 til 31. mars 2008 og er efnislega í samræmi við nýgerðan samning við aðra klíniska sérfræðilækna. Með samningnum við bæklunarlækna eru í höfn allir samningar við klíníska sérfræðilækna.