Beiðni um frekari aðstoð afturkölluð
Undir hádegi afturkölluðu sænsk yfirvöld beiðni sína um frekari aðstoð íslenskra stjórnvalda við að flytja slasaða Svía frá hamfarasvæðunum í Asíu. Ástæðan er endurmat lækna á líðan hinna slösuðu sem flytja átti með vél Loftleiðir Icelandic, en ástand þeirra leyfir ekki flutning að svo stöddu.
Í Reykjavík, 4. janúar 2005