Hoppa yfir valmynd
6. janúar 2005 Dómsmálaráðuneytið

Verklagi gjafsóknarnefndar breytt.

Í tilefni af fréttum af áliti Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns alþingis, frá 30. desember vegna kvörtunar sem honum barst síðastliðið sumar frá þremur einstaklingum sem ekki hafði verið veitt gjafsókn til máls er þeir hugðust höfða gegn Ríkissjónvarpinu og framleiðendum sjónvarpsþáttar um sakamál, vill dóms- og kirkjumálaráðuneytið taka eftirfarandi fram:

Fréttatilkynning
Nr. 1/ 2005

Í tilefni af fréttum af áliti Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns alþingis, frá 30. desember vegna kvörtunar sem honum barst síðastliðið sumar frá þremur einstaklingum sem ekki hafði verið veitt gjafsókn til máls er þeir hugðust höfða gegn Ríkissjónvarpinu og framleiðendum sjónvarpsþáttar um sakamál, vill dóms- og kirkjumálaráðuneytið taka eftirfarandi fram:

Allar beiðnir um gjafsókn eru sendar gjafsóknarnefnd, sem er lögbundin, sjálfstæð nefnd, sem hefur það hlutverk að fara yfir og gefa álit á gjafsóknarbeiðnum. Í nefndinni sitja þrír menn, hver og einn með áratuga reynslu af úrlausn lögfræðilegra álitaefna, en þeir eru héraðsdómari tilnefndur af Dómarafélagi Íslands, hæstaréttarlögmaður tilnefndur af Lögmannafélagi Íslands og sýslumaður skipaður án tilnefningar. Er sérstaklega kveðið á um það í lögum, að dóms- og kirkjumálaráðherra sé óheimilt að veita gjafsókn nema gjafsóknarnefnd mæli með því. Í því máli, sem hér um ræðir, hafði nefndin farið yfir umsókn kvartenda, og komist að þeirri niðurstöðu, hinn 27. janúar 2004, að efnahagur umsækjenda væri ekki slíkur að það réttlætti gjafsókn og að málið væri ekki heldur svo sérstakt að það yrði rekið fyrir almannafé allt að einu. Að fenginni þessari niðurstöðu nefndarinnar, var dóms- og kirkjumálaráðuneytinu óheimilt að veita umsækjendum gjafsókn. Rökstuðningur nefndarinnar fyrir niðurstöðu sinni var ákveðinn og skýr en síðar varð það sameiginleg niðurstaða nefndarinnar og ráðuneytisins, að rökstuðningurinn hefði mátt vera ýtarlegri. Ráðuneytið ákvað því síðastliðið vor, að verklagi við meðferð gjafsóknarbeiðna yrði breytt, og hefur ráðuneytið síðan þá gætt sérstaklega að rökstuðningi gjafsóknarnefndar þegar hún kemst að þeirri niðurstöðu að ekki standi heimildir til þess að mæla með veitingu gjafsóknarleyfis. Þetta breytta verklag kynnti ráðuneytið umboðsmanni alþingis í bréfi hinn 2. apríl 2004.

Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,

6. janúar 2005.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta