Hoppa yfir valmynd
7. janúar 2005 Forsætisráðuneytið

Ríkisstjórnin samþykkir 150 milljón króna aðstoð til Asíu

Á ríkisstjórnarfundi í dag var samþykkt að framlag Íslands vegna náttúruhamfaranna í Asíu verði samtals 150 milljónir króna, jafnvirði 2,5 milljón dollara. Framlaginu, sem ætlað er til neyðaraðstoðar og enduruppbyggingar, er skipt á eftirfarandi hátt:

  • 5 milljónir króna til Rauða Kross Íslands sem lagðar voru fram strax í kjölfar náttúruhamfaranna.

 

  • 35 milljónir króna í hjálparflug til Tælands í byrjun árs þar sem slasaðir Svíar voru fluttir til síns heima.

 

  • 25 milljónir króna í þróunaraðstoð við Sri Lanka sem þegar hafði verið ákveðið að Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefji á árinu.

 

  • 50 milljóna króna aukaframlag í þróunaraðstoð og enduruppbyggingarstarf á Sri Lanka.

 

  • 10 milljónir króna til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna.

 

  • 10 milljónir króna til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.

 

  • 6 milljóna króna aukaframlag til Rauða Kross Íslands.

 

  • 4 milljónir króna til Barnaheilla á Íslandi.

 

  • 5 milljónir króna til Hjálparstarfs kirkjunnar.

 

Á sama ríkisstjórnarfundi var jafnframt samþykkt að hækka framlag Íslands til Alþjóðaframfarastofnunarinnar (IDA) um 30% þannig að framlag Íslands á árunum 2006 - 2008 verði samtals 616 milljónir króna. IDA veitir styrki og vaxtalaus lán til fátækustu ríkja heims og gegnir stóru hlutverki í styrkveitingu og veitingu lána til ríkja á því svæði þar sem náttúruhamfarirnar áttu sér stað.


Í Reykjavík, 7. janúar 2005.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta