Hoppa yfir valmynd
12. janúar 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Aðgerðir til að stytta biðtíma

Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur ákveðið að taka tilboði fjögurra heilbrigðisstofnana um kaup á tæplega 650 aðgerðum sérstaklega. Um er að ræða hjartaþræðingar, liðskipta- og augnaðgerðir. Stofnanirnar sem í hlut eiga eru Landspítali – háskólasjúkrahús sem tekur að sér 150 augnaðgerðir, 70 hjartaþræðingar og 20 liðskiptaaðgerðir, Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri sem tekur að sér að gera 40 liðskiptaaðgerðir, Sjúkrahúsið á Akranesi en þar verða gerðar 16 liðskiptaaðgerðir aukalega og St. Jósefspítalann í Hafnarfirði þar sem gerðar verða 350 augnaaðgerðir. Ákvörðun ráðherra er liður í að draga enn frekar úr bið eftir þessum aðgerðum. Heildarkostnaðurinn við aðgerðirnar er tæpar 87 milljónir króna.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta