Hoppa yfir valmynd
14. janúar 2005 Utanríkisráðuneytið

Samráðsfundur utanríkisráðherra Norðurlanda og tíu Afríkuríkja

Reglulegur samráðsfundur utanríkisráðherra Norðurlanda og tíu Afríkuríkja var haldinn í Hanaholmen í Finnlandi dagana 13.-14. janúar. Á fundinum var fjallað um öryggismál, stjórnarfar og stöðu mannréttindamála í Afríku, svæðisbundna samvinnu Afríkuríkja, sem og önnur pólitísk mál sem eru í brennidepli á alþjóðavettvangi. Málefni einstakra Afríkuríkja voru einnig rædd, m.a. ástandið í Darfur héraði í Súdan, Zimbabwe og Mið-Afríku. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, sótti fundinn í fjarveru Davíðs Oddssonar, utanríkisráðherra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta