Hoppa yfir valmynd
19. janúar 2005 Innviðaráðuneytið

Food and Fun hátíðin haldin í fjórða sinn

Matar- og skemmtihátíðin "Food and Fun" verður haldin á Íslandi í fjórða sinn dagana 16.-20. febrúar næstkomandi.

Samstarfsaðili "Food and Fun" hátíðiarinnar er m.a. Iceland Naturally, sem er sameiginlegur kynningarvettvangur íslenskra stjórnvalda og fyrirtækja sem hagsmuna eiga að gæta í Bandaríkjunum. Verkefninu er stýrt af skrifstofu Ferðamálaráðs í Bandaríkjunum. Fyrirtækin innan þess samstarfs eru Icelandair, Coldwater Seafood, Iceland Seafood, Bændasamtökin, Iceland Spring Natural Water, Bláa Lónið, 66°North og Flugstöð Leifs Eirikssonar. Með hátíðinni er stefnt að því að kynna gæði íslenskra matvæla og veitingamennsku á nýstárlegan hátt, svipað og íslensk tónlist hefur verið kynnt með Iceland Airwaves tónlistarhátíð Icelandair sem haldin er árlega. Undanfarin ár hefur "Food and Fun" hátíðin vakið mikla athygli erlendis og er nú gert ráð fyrir tugum erlendra fréttamanna til að fylgjast með hátíðinni.

Veitingahús borgarinnar og matreiðslumeistarar þeirra verða í aðalhlutverki þessa daga. Heimskunnir matreiðslumeistarar frá Bandaríkjunum og Evrópu munu koma sér fyrir í eldhúsum nokkurra bestu veitingahúsa höfuðborgarinnar og elda með íslenskum starfsbræðrum sælkeramáltíðir fyrir gesti þá daga sem hátíðin stendur yfir. Veitingastaðirnir eru Grillið, Siggi Hall, Rauðará, 3 Frakkar, Hótel Holt, La Primavera, Einar Ben, Argentína, Apótekið, Sjávarkjallarinn og Vox.

Á hátíðinni verður haldin alþjóðleg keppni matreiðslumeistara í Smáralind og einnig keppni íslenskra áhugamanna um matreiðslu líkt og undanfarin ár.

Opnunarhátíð "Food and Fun" verður að vanda haldin í Hótel-og matvælaskólanum í Kópavogi, þar sem nemendur elda af mikilli kúnst, en hápunktur hátíðarinnar verður Gala kvöldverður á Nordica hótelinu laugardagskvöldið 19. febrúar.

Vefsíða Food and Fun



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta