Hoppa yfir valmynd
21. janúar 2005 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Heimsókn Árna Magnússonar félagsmálaráðherra til Færeyja

Heimsókn til Færeyja
Heimsókn til Færeyja

Árni Magnússon félagsmálaráðherra heimsótti Færeyjar dagana 19.–21. janúar í boði Hans Pauli Ström, félagsmálaráðherra Færeyja. Tilgangur ferðarinnar var að ræða sameiginleg viðfangsefni og með hvaða hætti Ísland gæti aðstoðað Færeyjar á sviði félagsmála, húsnæðismála og jafnréttismála. Á fundi með þingmönnum og landstjórninni flutti Árni fyrirlestra um þróun jafnréttismála á Íslandi og um fæðingar- og foreldraorlof. Á fundinn mættu einnig færeyskir embættismenn, jafnréttisráðið og fjölmiðlar.

Félagsmálaráðherra átti einnig fund með Jóannes Eidesgaard, lögmanni Færeyja, og heimsótti Lögþingið undir leiðsögn Edmund Joensen, forseta þingsins.

Fyrirlestrar:

Þróun jafnréttismála á Íslandi

Fæðingar- og foreldraorlofslögin

Myndir:

Heimsókn til Færeyja  Heimsókn til Færeyja    
       
       




Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta