Heimsókn Árna Magnússonar félagsmálaráðherra til Færeyja
Árni Magnússon félagsmálaráðherra heimsótti Færeyjar dagana 19.–21. janúar í boði Hans Pauli Ström, félagsmálaráðherra Færeyja. Tilgangur ferðarinnar var að ræða sameiginleg viðfangsefni og með hvaða hætti Ísland gæti aðstoðað Færeyjar á sviði félagsmála, húsnæðismála og jafnréttismála. Á fundi með þingmönnum og landstjórninni flutti Árni fyrirlestra um þróun jafnréttismála á Íslandi og um fæðingar- og foreldraorlof. Á fundinn mættu einnig færeyskir embættismenn, jafnréttisráðið og fjölmiðlar.
Félagsmálaráðherra átti einnig fund með Jóannes Eidesgaard, lögmanni Færeyja, og heimsótti Lögþingið undir leiðsögn Edmund Joensen, forseta þingsins.
Fyrirlestrar:
Þróun jafnréttismála á Íslandi
Fæðingar- og foreldraorlofslögin
Myndir: