Hoppa yfir valmynd
24. janúar 2005 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Dagsetningar samræmdra stúdentsprófa 2005

Samræmd stúdentspróf í íslensku, ensku og stærðfræði verða haldin í maí og desember 2005.

Efni: Prófdagar á samræmdum stúdentsprófum vorið 2005

Til skólameistara framhaldsskóla og skólanefnda

Samræmd stúdentspróf í íslensku, ensku og stærðfræði verða haldin í maí og desember 2005, sbr. reglugerð um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra stúdentsprófa í framhaldsskólum nr. 196/2003 og lög um framhaldsskóla nr. 80/1996. Einnig er vísað til bréfs menntamálaráðherra til skólameistara og skólanefnda framhaldsskóla, dags. 7. maí 2003 þar sem tilkynnt er að í maí 2005 verði í fyrsta skipti haldin stúdentspróf í þremur námsgreinum.

Samræmd stúdentspróf eru hluti af skilgreindum námslokum til stúdentsprófs og er nemendum sem útskrifast frá og með árinu 2005 skylt að þreyta samræmd stúdentspróf í tveimur námsgreinum.

Prófdagar á vormisseri 2005 verða sem hér segir:

Íslenska mánudagur 2. maí kl. 9:00-12:00

Enska þriðjudagur 3. maí kl. 9:00-12:00

Stærðfræði miðvikudagur 4. maí kl. 9:00-12:00.

Í öllum prófunum er gert ráð fyrir viðbótartíma til kl. 12:45.

Ákvörðun um prófdaga samræmdra stúdentsprófa árið 2005 er tekin í samráði við Námsmatsstofnun sem sér um framkvæmd prófanna.

Reglugerðu um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra stúdentsprófa í framhaldsskólum nr. 196/2003 má nálgast á vefsíðu ráðuneytisins. Slóðin er menntamalaraduneyti.is.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta