Hoppa yfir valmynd
24. janúar 2005 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Ísland er framarlega á sviði sjálfbærrar þróunar

Ísland lendir ofarlega á lista yfir þau lönd, sem best standa hvað varðar sjálfbæra þróun, samkvæmt niðurstöðum alþjóðlegs rannsóknarverkefnis. Í verkefninu, sem kallast Environmental Sustainability Index (ESI), er 146 löndum raðað eftir því hversu vel þau standa sig varðandi sjálfbæra þróun. Finnland lenti í fyrsta sæti á listanum en Ísland er í fimmta sæti á eftir Noregi, Uruguay og Svíþjóð. Þar á eftir komu Kanada, Sviss, Guyana, Argentína og Ástralía. Í neðsta sæti lenti Norður-Kórea en aðrar þjóðir, neðarlega á listanum, voru Haiti, Taiwan, Írak og Kúveit.

Við gerð listans eru 75 atriði skoðuð og mæld eftir því sem hægt er, svo sem vatnsgæði, loftgæði, losun gróðurhúsalofttegunda og samstarf við aðrar þjóðir á sviði umhverfismála. ESI-verkefnið er unnið af vísindamönnum í Columbia og Yale háskólunum í Bandaríkjunum í samvinnu við stofnunina Word Economic Forum. Þessi listi var gefinn út fyrst árið 2002 og vakti þá nokkra athygli en þá lenti Ísland í 8. sæti.

Aðstandendur ESI taka fram að enn sem komið er sé listinn ekki nákvæmur vegna skorts á upplýsingum á ýmsum sviðum en engu að síður veiti hann nokkra vísbendingu um hvernig löndin standa sig þangað þar til betri og öflugri tæki finnast til þess að mæla frammistöðu þjóða á þessu sviði.

Fréttatilkynning nr. 2/2004
Umhverfisráðuneytið



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta