Umhverfisráðherra hefur staðfest ákvörðun Skipulagsstofnunar
Þann 20. janúar sl. var kveðinn upp úrskurður í umhverfisráðuneytinu vegna kæru Hitaveitu Suðurnesja vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar um að breyting á fyrirhugaðri lögn á 220 kV háspennulínu um Reykjanes og Rauðamel í Reykjanesbæ og Grindavík kunni að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því háð mati á umhverfisáhrifum.
Í úrskurði sínum staðfestir ráðuneytið ákvörðun Skipulagsstofnunar um að breyting þessi kunni að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því háð mati á umhverfisáhrifum. Nánar...