Séra Ólafur Jóhannsson tilnefndur í nefnd um stöðu fjölskyldunnar
Hinn 11. þ.m. samþykkti ríkisstjórnin, að tillögu forsætisráðherra, að skipa nefnd til að meta stöðu íslensku fjölskyldunnar og koma með tillögur í því augnamiði að styrkja stöðu hennar. Óskað var eftir að dóms- og kirkjumálaráðherra, meðal annarra, tilnefndi fulltrúa sinn í nefndina. Hann hefur tilnefnt séra Ólaf Jóhannsson, sóknarprest í Grensáskirkju í nefndina.