Nr. 2/2005 - Skýrsla nefndar um heimasölu afurða
Boðað til fjölmiðlafundar
Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, boðar til fjölmiðlafundar mánudaginn 31. janúar kl. 12:00 í Veiðihúsinu við Lambhaga við Laxá í Leirársveit (við vegamótin að Hvalfjarðarvegi).
Efni fundarins verður ný skýrsla nefndar, sem hafði það hlutverk að athuga með hvaða hætti bændur gætu í vaxandi mæli selt afurðir sínar beint frá búunum.
Á fundinum mun ráðherra, ásamt nefndarmönnum kynna skýrsluna og svara fyrirspurnum.
Boðið verður upp á veitingar í anda þess sem skýrslan fjallar um.
Til glöggvunar fyrir fjölmiðlamenn, sem fara um Hvalfjarðargöng til fundarins, á að beygja til hægri gamla veginn fyrir Hvalfjörð og aka í 2-4 mínútur að Lambhagahverfinu sem er þá á vinstri hönd. Stórt blátt merki er við veginn Stóri-Lambhagi. Beygt er þar til vinstri og ekið eftir þeim vegi að veiðihúsinu sem er í 200-300 metra fjarlægð.
Í landbúnaðarráðuneytinu,
28. janúar 2005
Úthendi vegna skýrslu nefndar um heimasölu afurða