Hoppa yfir valmynd
28. janúar 2005 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Styrkur til náms í japönskum fræðum

Japönsk stjórnvöld bjóða fram styrk til ungs fólks sem hyggur á háskólanám í japanskri tungu eða japönskum fræðum við háskóla í Japan.

Japönsk stjórnvöld bjóða fram styrk til ungs fólks sem hyggur á háskólanám í japanskri tungu eða japönskum fræðum við háskóla í Japan. Styrkurinn er til eins árs frá og með október 2005. Menntamálaráðuneytið í Japan (MEXT) greiðir fyrir flugfargjöld fram og til baka, skólagjöld, sérstakan komustyrk og mánaðarlega fær styrkþegi greidd 135.000 yen sem er um 86.400 ísl. krónur.

Styrkur þessi stendur til boða þeim sem fæddir eru eftir 2. apríl 1975 og fyrir 1. apríl 1987. Hann er ætlaður þeim sem eru þegar í háskólanámi utan Japans og leggja stund á japönsk fræði eða japönsku og sem munu halda áfram slíku námi þegar þeir snúa heim á ný. Styrkina hljóta nemendur sem hafa góða þekkingu á japönsku og hefur gengið vel í námi.

Umsóknareyðublöð má nálgast hjá Sendiráði Japans, Laugavegi 182. Útfylltum umsóknum þarf að skila til sendiráðsins eigi síðar en 7. mars 2005 og tekin verða viðtöl við nokkra umsækjendur um miðjan mars. Allar nánari upplýsingar má fá hjá Sendiráði Japans í síma 510-8600.

 

Reykjavík, 17. janúar 2005

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta