Nýtt skipulag iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta
Þann 1. febrúar tekur gildi nýtt skipulag í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytum. Skrifstofur ráðuneytanna verða fjórar og fækkar um tvær frá eldra skipulagi. Skrifstofurnar eru þessar:
- Almenn skrifstofa sér um fjármál og rekstur ráðuneytisins auk samkeppnis- og neytendamála.
- Skrifstofa iðnaðarmála sér um almenn iðnaðarmál, orkufrekan iðnað, nýsköpun og byggðamál.
- Skrifstofa orkumála sér um orku-, auðlinda- og umhverfismál.
- Skrifstofa viðskiptamála sér um fjármálamarkað, félagarétt og almenn viðskiptamál.
Meðfylgjandi er kynning á verkefnum og starfsmönnum skrifstofa ráðuneytanna.
- Skipulag iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta með skýringum (PPT - 700Kb)
Staðfest 31. janúar 2005