Iðnaðar- og sjávarútvegsráðherra undirrita samkomulag
3.2.2005
FRÉTTATILKYNNING
frá iðnaðarráðherra og sjávarútvegsráðherra
Í dag undirrita iðnaðarráðherra og sjávarútvegsráðherra samkomulag á Ísafirði um að vinna sameiginlega að því að efla rannsóknar- og þróunarstarfsemi í sjávarútvegi.
Samkvæmt samkomulaginu munu iðnaðarráðuneytið og sjávarútvegsráðuneytið vinna sameiginlega að tveimur verkefnum á Ísafirði á árinu 2005. Annað verkefnið er á sviði veiðarfærarrannsókna en hitt varðar þorskeldi í sjókvíum. Verkefnin verða unnin undir forystu útibúa Hafrannsóknastofnunarinnar og Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins á Ísafirði. Iðnaðarráðuneytið leggur 10 m.kr. til verkefnanna af fjárveitingu til framkvæmdar byggðaáætlunar 2002-2005. Sjávarútvegráðuneytið mun leggja fram sömu fjárhæð. Alls verður því í upphafi 20 m. kr. varið til þessara verkefna.
Ísafirði 3. febrúar 2005