Viðaukasamningar vegna stækkunar Norðuráls undirritaðir
Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti
Nr. 3/2005
Fréttatilkynning
Viðaukasamningar vegna stækkunar Norðuráls undirritaðir
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, undirrituðu í dag fyrir hönd íslenskra stjórnvalda viðaukasamninga vegna stækkunar Norðuráls á Grundartanga. Samningarnir kveða á um stækkun Norðuráls í allt að 260.000 tonn á ári. Varða samningarnir ýmis atriði vegna þeirra framkvæmda sem nú standa yfir og framundan eru við stækkun álversins.
Um er að ræða fjóra mismunandi viðaukasamninga og eru samningsaðilar iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið og fjármálaráðuneytið, Century Aluminium og Norðurál ehf. fyrir hönd álversins, Hvalfjarðarstrandarhreppur og Skilmannahreppur fyrir hönd sveitarfélaga á svæðinu, auk Faxaflóahafna.
Nánari upplýsingar veitir Andrés Svanbjörnsson, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, s. 694 9152, [email protected]
Reykjavík, 9. febrúar 2005.