Hoppa yfir valmynd
10. febrúar 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Nánara samráð við notendur

Heilbrigðismálaráðherra vísaði í þessu sambandi til nýrra áherslna í geðheilbrigðismálum sem fram hefðu komið á fyrstu evrópsku ráðherraráðstefnunni um geðheilbrigðismálin sem haldin var í Helsinki í janúar. Sagði ráðherra að þar hefðu evrópskir ráðherrar reist vegvísi, sérstaka samþykkt og aðgerðaáætlun, sem ætti eftir að hafa áhrif á geðheilbrigðisþjónustuna á Íslandi. “Grunntónninn í hvoru tveggja má segja að sé að hverfa frá því að byggja upp stór geðsjúkrahús og flytja þjónustuna nær þeim sem hún á að þjóna, að auka þátt eða vægi notendanna og aðstandendanna í meðferð og stefnumótun, og, að taka tillit til og auka vægi geðheilbrigðissjónarmiða við lagasetningu sem tekur til vinnuverndar og almennrar stefnumótunar í heilbrigðisþjónustunni.

 

Það er alveg ljóst að sú stefna sem lögð var á ráðherraráðstefnunni í Helsinki mun hafa áhrif á þróun geðheilbrigðisþjónustunnar hérlendis á næstu árum. Að henni lokinni kallaði ég til fulltrúa þeirra stofnana sem tóku þátt í ráðstefnunni og umfram allt fulltrúa þeirra samtaka sem gæta hagsmuna notendanna til skrafs og ráðagerða um það hvernig við hér á Íslandi getum og ættum að þróa þær hugmyndir sem fram komu á þessari merkilegu ráðstefnu. Ég hef hugsað mér að kalla þennan Helsinki-hóp aftur saman á næstunni einfaldlega vegna þess að það er nauðsynlegt að taka mið af þeim vegvísi sem heilbrigðismálaráðherrar Evrópu komu sér saman um nú í janúar.

 

Við þurfum að endurskoða hlutverk stofnana, við þurfum að gera þjónustuna notendavænni og við þurfum ávalt að huga að geðheilbrigðisþættinum þegar við setjum okkur almenn markmið í heilbrigðisþjónustunni. Ég undirstrika að við þurfum að efla samstarfið við fulltrúa notendafélaganna og að því mun ég stefna.”



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta