Hoppa yfir valmynd
11. febrúar 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Samstarf Íslands og Kína á heilbrigðissviði

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu Jón Kristjánssonar, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, um að ríkið standi straum af kostnaði við viljayfirlýsingu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra við heilbrigðisráðherra Kína um gagnkvæmar heimsóknir heilbrigðisstarfsfólks á tímabilinu 2003-2005. Gert var ráð fyrir að kostnaður vegna viljayfirlýsingarinnar yrði 8 milljónir króna á ári og yrði framlag Íslands til aðstoðar við skipulag og uppbyggingu heilbrigðisþjónustu í Kína. Vegna bráðalungnabólgu (SARS) og fuglaflensu hefur dregist að hrinda viljayfirlýsingunni í framkvæmd, en nú hafa kínversk heilbrigðisyfirvöld óskað eftir að senda einn kínverskan lækni og einn hjúkrunarfræðing til Íslands til starfsþjálfunar vegna meðferðar á AIDS og forvörnum í 9 mánuði í samræmi við ákvæði viljayfirlýsingarinnar.  Framkvæmd og skipulag móttöku starfsmannanna hefur verið falin lækningaforstjóra heilsugæslunnar í Reykjavík og sóttvarnalækni. Gert er ráð fyrir að íslenskir heilbrigðisstarfsmenn fari til starfa í Kína í samræmi við viljayfirlýsinguna og gert ráð fyrir að auglýsa slík störf innan tíðar. 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta