Mikill áhugi á stöðu framkvæmdastjóra samstarfsvettvangs um hönnun!
Nr. 4/2005
Fréttatilkynning
Mikill áhugi á stöðu framkvæmdastjóra samstarfsvettvangs um hönnun!
51 umsókn barst um starf framkvæmdastjóra samstarfsvettvangs um hönnun. Meginmarkmið vettvangsins er að efla þróun og ímynd íslenskrar hönnunar á alþjóðlegum vettvangi.
Um er að ræða þriggja ára þróunarverkefni sem hefur það hlutverk að staðfesta gildi hönnunar fyrir íslenskt atvinnulíf og samkeppnishæfni þess. Aðstandendur vettvangsins eru FORM-Ísland, Iðnaðarráðuneyti, Reykjavíkurborg, Útflutningsráð, Impra og Samtök iðnaðarins.
Reykjavík, 14. febrúar 2005.