Hoppa yfir valmynd
17. febrúar 2005 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs í Sviss

Ólafur Davíðsson, sendiherra, afhenti þann 16. febrúar sl. forseta Sviss, Samuel Schmid, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Sviss með aðsetur í Berlín.

Eftir trúnaðarbréfsathöfnina átti sendiherra fund með forsetanum þar sem tvíhliða samskipti ríkjanna, samskipti ríkjanna við Evrópusambandið svo og þau mál sem hæst ber á alþjóðavettvangi voru til umræðu. Ísland og Sviss hafa lengi átt góð samskipti á alþjóðavettvangi sem hafa verið hvað nánust á vettvangi Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA. Fríverslunarsamtök Evrópu hafa sem kunnugt er komið á víðtæku neti samningsbundinna samskipta við lönd sem ekki tilheyra Evrópusambandinu og í dag tekur EFTA-netið til 13 fríverslunarsamninga og 8 samstarfsyfirlýsinga. Sendiherra átti ennfremur viðræður við embættismenn utanríkis- og utanríkisviðskiptaráðuneytisins í Bern um samskipti ríkjanna.

Sviss er mikilvægt viðskiptaland Íslands og verðmæti útflutnings til Sviss árið 2003 nam 3.5 milljörðum kr., aðallega ál og sjávarafurðir, og verðmæti innflutnings nam sama ár um 2.5 milljörðum kr.

Ísland og Sviss tóku upp stjórnmálasamband 1947 og Ólafur Davíðsson er 13. sendiherra Íslands gagnvart Sviss.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta