Fyrsti fundur nefndar um stöðu íslensku fjölskyldunnar
Fyrsti fundur nefndar sem skipuð var í því augnamiði að styrkja enn frekar stöðu íslensku fjölskyldunnar var í dag.
Nefndina skipa Árni Sigfússon og Björk Vilhelmsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Björn B. Jónsson, tilnefndur af Ungmennafélagi Íslands, Elín Thorarensen, tilnefnd af Heimili og skóla, Fanný Gunnarsdóttir, tilnefnd af félagsmálaráðherra, Guðný Eydal, tilnefnd af menntamálaráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, tilnefnd af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, séra Ólafur Jóhannsson, tilnefndur af dóms- og kirkjumálaráðherra, Ragnheiður E. Árnadóttir, tilnefnd af fjármálaráðherra, Stefán Snær Konráðsson, tilnefndur af Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands og séra Þorvaldur Karl Helgason, tilnefndur af biskupi Íslands.
Formaður nefndarinnar, skipaður af forsætisráðherra, er Björn Ingi Hrafnsson aðstoðarmaður forsætisráðherra og starfsmenn nefndarinnar eru Gunnar Ólafur Haraldsson, hagfræðingur í forsætisráðuneytinu og Björg Kjartansdóttir, deildarsérfræðingur í félagsmálaráðuneytinu.
Í Reykjavík, 18. febrúar 2005.