Ísland - sækjum það heim
Auglýst er eftir samstarfsaðilum vegna gerðar og birtingar auglýsinga sem hvetja landsmenn til ferðalaga innanlands.
Á tímabilinu 15. maí 2005 til 30. apríl 2006 hyggst Ferðamálaráð Íslands verja 12 milljónum króna til verkefnisins Ísland sækjum það heim. Verkefnið, sem er flestum kunnugt, hefur skilað hvað bestum árangri við að vekja áhuga landsmanna á ferðalögum innanlands.
Auglýst er eftir samstarfsaðilum sem hafa áhuga á að leggja fram fé á móti Ferðamálaráði og auglýsa þjónustu sína á framangreindu tímabili. Skilyrði er að viðkomandi aðili sé starfandi í ferðaþjónustu og reiðubúinn að auglýsa í fjölmiðlum sem ná til allra landsmanna.
Fjármunum Ferðamálaráðs er skipt í 16 hluta; 8 að fjárhæð 1.000.000 krónur og 8 að fjárhæð 500.000 krónur. Lágmarksframlag þeirra sem vilja taka þátt er jafnhá upphæð í hverjum hluta. Hver aðili getur einungis boðið í einn hlut. Samstarfsaðilar verða valdir með hliðsjón af fjárframlögum og fyrirhugðum kynningarverkefnum hvers og eins. Sérstakt tillit verður tekið til verkefna sem höfða til ferðalaga utan háannar á landsvísu.
Umsóknarfrestur er til 30. apríl næstkomandi. Tekið er við skriflegum umsóknum um samstarf á skrifstofu Ferðamálaráðs Íslands, Lækjargötu 3, 101 Reykjavík á sértöku eyðublaði sem nálgast má á vef Ferðamálaráðs, http://www.ferdamalarad.is/umsokn/Form05.pdf.