Hoppa yfir valmynd
24. febrúar 2005 Innviðaráðuneytið

Aukin aðkoma almennings að stefnumótun samgönguráðuneytis

Ráðuneytið hefur að undanförnu tekið upp þau vinnubrögð að leita álits hagsmunaaðila og almennings á drögum að lögum, reglugerðum og áætlunum á hinum ýmsu sviðum þess.

Tilgangurinn er að auka aðkomu almennings að stefnumótun samgönguráðuneytisins.

Ráðuneytið hefur fengið mjög jákvæð viðbrögð við þessari tilraun enda telur það ótvírætt að slík opin stjórnsýsla styrki samskipti sín við borgarana og atvinnulífið og styrki þar með lýðræðið í landinu.

Ákveðið hefur verið að halda áfram uppteknum hætti en jafnframt að bjóða upp á að þeir sem þess óska fái senda tilkynningu, í tölvupósti, þegar óskað er eftir áliti á drögum að lögum og reglugerðum.

Þeir sem óska eftir því að fá senda slíka tilkynningu frá ráðuneytinu eru beðnir um að senda tölvupóst á [email protected], þar sem tilgreint er fyrir hvaða svið samgöngumála óskað er eftir að fá senda tilkynningu um; ferðamál, fjarskiptamál, siglingamál, vegamál eða umferðarmál og tölvupóstfang sem tilkynning skal sendast á.

Frekari upplýsingar veitir Ingilín Kristmannsdóttir í síma 545 8200



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta