Hoppa yfir valmynd
24. febrúar 2005 Utanríkisráðuneytið

Ísland og norðurslóðir - Tækifæri í breytilegu umhverfi alþjóðasamstarfs og náttúrufars

Ísland og norðurslóðir


- Tækifæri í breytilegu umhverfi alþjóðasamstarfs og náttúrufars -


Ráðstefna á Grand Hotel, 25. febrúar 2005




Á morgun, 25. febrúar 2005, verður efnt til ráðstefnu á Grand Hotel í Reykjavík undir yfirskriftinni: Ísland og norðurslóðir: Tækifæri í breytilegu umhverfi alþjóðasamstarfs og náttúrufars.

Á ráðstefnunni verður m.a. fjallað um vaxandi skipaumferð við Ísland vegna olíu og jarðgasflutninga frá Rússlandi og Noregi og hugsanlegrar opnunar siglingaleiða í norðri. Einnig verður fjallað um möguleika á umskipunarhöfn á Íslandi.

Flutt verður erindi um áhrif breytts náttúrufars á auðlindir hafsins. Hlýnun sjávar hefur þegar haft áhrif á vöxt og dreifingu fiskistofa við Ísland og verður reynt að varpa ljósi á þróunina næstu ár og áratugi.

Orkumálin fá sérstaka athygli á ráðstefnunni og verður m.a. fjallað um áhrif loftslagsbreytinga á orkugjafa á norðurslóðum, til að mynda hvernig vetni gæti gengt hlutverki við að auka hlut endurnýjanlegra orkulinda.

Auk framangreinds verður fjallað um skipulagsmál, dýralíf, landnýtingu, byggðaþróun og áherslur í rannsóknum, svo að eitthvað sé nefnt.

Markmið ráðstefnunnar er að skapa grundvöll fyrir umræðu um þau viðfangsefni sem breytilegt umhverfi alþjóðsamstarfs og náttúrufars felur í sér fyrir Íslendinga bæði innanlands og í alþjóðlegur samstarfi.

Ráðstefnan er öllum opin og hefst kl. 9:00.

Meðfylgjandi er dagskrá ráðstefnunnar.

Dagskrá

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta