Hoppa yfir valmynd
28. febrúar 2005 Forsætisráðuneytið

Opinber heimsókn forsætisráðherra til Danmerkur

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra fer í dag í opinbera heimsókn til Danmerkur í boði Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur.

Heimsóknin hefst formlega á morgun, þriðjudag, og mun forsætisráðherra þá eiga fundi með danska forsætisráðherranum, Christian Mejdahl forseta danska þingsins og einnig með fulltrúum utanríkismálanefndar danska þingsins.

Í heimsókninni, sem lýkur á miðvikudag, mun forsætisráðherra jafnframt hitta forsvarsmenn íslenskra fyrirtækja í Danmörku, svo sem FIH Erhvervsbank sem er í eigu KB Banka og Carnitech sem er í eigu Marel Group, auk þess að ávarpa verslunarráðið í Álaborg.

Í Reykjavík  28. febrúar 2005.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta