Hoppa yfir valmynd
2. mars 2005 Mennta- og barnamálaráðuneytið

UT2005 – ráðstefna um skóla á ferð til framtíðar

Ný stefna menntamálaráðuneytis um upplýsingatækni, ný námskrá í upplýsinga- og tæknimennt, tölvuvæðing leikskóla, hlutverk stjórnenda og dreifnám eru á meðal þess sem fjallað verður um á UT2005

Ný stefna menntamálaráðuneytis um upplýsingatækni, ný námskrá í upplýsinga- og tæknimennt, tölvuvæðing leikskóla, hlutverk stjórnenda og dreifnám eru á meðal þess sem fjallað verður um á UT2005 – ráðstefnu um þróun í skólastarfi.

Á UT2005 sem haldin verður föstudaginn 4. mars kl. 9 - 17 á Hótel Sögu verður horft á þróun í skólastarfi og skóla á ferð til framtíðar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, mun setja ráðstefnuna og kynna nýja stefnu menntamálaráðuneytis um upplýsingatækni í menntun, menningu og vísindum „Áræði með ábyrgð“

Á UT 2005 verður höfðað til stjórnenda allra skólastiga með tilliti til stefnumótunar, stjórnunar og tengingar við atvinnulífið. Einnig verður lögð áhersla á kennslufræði dreifnáms með virkni nemenda, einstaklingsmiðuðu námi og námsumhverfi á neti.

Þrír erlendir fyrirlesarar og 15 innlendir verða með fjölbreytt erindi og umræður verða í málstofum um nýja námskrá og dreifmenntun. Aðalfyrirlesarar eru Dr. Gilly Salmon, prófessor við Háskólann í Leicester, og Karen J. Brotzman, stjórnandi hjá Qualcomm Inc. í Bandaríkjunum.

Mennt – samstarfsvettvangur atvinnulífs og skóla sér um framkvæmd UT2005 ráðstefnunnar. Nánari upplýsingar um dagskrá og fyrirlesara er að finna á vef ráðstefnunnar: www.menntagatt.is/ut2005

Nánari upplýsingar veitir Gyða Dröfn Tryggvadóttir, verkefnisstjóri, í síma 697 4545.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta